Erlent

Enn tekist á í Kaupmannahöfn

Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Ástæða mótmælanna var sú ákvörðun borgaryfirvalda að rífa þar timburhús sem gekk undir nafninu Vindlakassinn. Við það vildu íbúar fríríkissins ekki sætta sig og settu því upp vegatálma til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar en allt kom fyrir ekki. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt. Óttast er að önnur óeirðahrina sé í uppsiglingu í Kaupmannahöfn, líkt og sú sem geisaði þegar Ungdómshúsið svonefnda var rifið á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×