Erlent

Páfi gagnrýnir stjórnvöld í Suður-Ameríku

Páfi við upphaf ráðstefnunnar í gær.
Páfi við upphaf ráðstefnunnar í gær. MYND/AFP

Benedik páfi gagnrýndi í gær stjórnvöld í Suður-Ameríku við upphaf ráðstefnu biskupa í álfunni. Hann fordæmdi einnig hina stækkandi gjá á milli ríkra og fátækra á svæðinu. Páfi kenndi bæði sósíalisma og kapitalisma um vandamál Suður-Ameríku og sagði ríkisstjórnir sumra landa hafa misst sjónar af hinum kristnu gildum.

Á ráðstefnunni á að ræða leiðir til þess að auka mátt rómversk-kaþólsku kirkjunnar í heimsálfunni en hún hefur tapað milljónum fylgjenda til vestrænnar kristni á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×