Erlent

Hagnaður Baugs dregist saman

Guðjón Helgason skrifar

Hagnaður Baugs dróst saman um tvo þriðju í fyrra miðað við árið á undan að því er breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá í morgun. Þar er vitnað til gagna sem það hefur undir höndum sem afhent voru fulltrúum fyrirtækisins Blueheat sem er að yfirtaka matvælaþjónustuna Booker sem Baugur á stóran hlut í.

Vegna kaupanna varð að afhenda fulltrúum Blueheat upplýsingar um Baug sem hefur ekki birt upplýsingar um fjárhag sinn opinberlega í eitt og hálft ár, að sögn blaðisins.

Samkvæmt gögnum blaðisins var hagnaður Baugs rúmar 84 milljónir punda fyrir skatta í fyrra en 265 milljónir 2005. Verðmæti eigna Baugs hafi hins vegar hækkað, farið úr 1,3 milljörðum punda í 1,4 milljarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×