Erlent

Ekki fleiri lík takk

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Vísindamenn við hollenskt sjúkrahús hafa beðið fólk að hætta að ánafna spítalanum líkamsleifar sínar í þágu vísinda. Ástæðan er plássleysi á Háskólaskjúkrahúsinu sem er í Leiden. Yfirmenn sjúkrahússins segja að þeir muni ekki taka við fleiri líkum þar sem hvergi sé pláss fyrir þau.

Sjúkrahúsið gerir ráð fyrir 100 líkum til nota við kennslustundir í líffærafræði. Nú eru um 160 lík á staðnum.

Könnun hollenskrar útvarpsstöðvar á síðasta ári leiddi í ljós að í það minnsta eitt þúsund hollendingar hafi ánafnað líkama sína í þágu vísinda í erfðaskrám.

Vísindamennirnir segja að aukninguna megi rekja til samblands af breyttu viðhorfi almennings til vísinda og aukins kostnaðar við greftranir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×