Erlent

Danir skutu á sænskt herskip

Óli Tynes skrifar
Það fór vel á með gestum og gestgjöfum, í dag.
Það fór vel á með gestum og gestgjöfum, í dag.

Ekki hefur þó slegist upp í vinskapinn hjá frændum okkar heldur var 21 fallbyssuskoti hleypt af til þess að fagna opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna til Danmerkur. Svíar nátturlega svöruðu fyrir sig og herskipið sem þau Karl Gústav og Sylvía komu með þrumaði líka út í loftið með kanónum sínum.

Viktoría krónprinsessa var í för með foreldrum sínum. Sænska konungsfjölskyldan hefur svosem oft komið í einkaheimsóknir til Danmerkur undanfarin ár. Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti í 32 ár sem Karl Gústav kemur í opinbera heimsókn til landsins.

Það er því allt gert með pompi og pragt og miklum herlegheitum, eins og þeir segja í Danmörku. Í kvöld sitja sænsku gestirnir veislu hjá sínum dönsku vinum og má búast við að þá verði kátt í höllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×