Innlent

900 milljóna króna gjöf

Hjálmar H. Ragnarsson í klippingu í morgun.
Hjálmar H. Ragnarsson í klippingu í morgun. MYND/Stöð 2

Lóðin sem Listaháskóli Íslands fékk að gjöf frá Reykjavíkurborg í gær er varlega áætlað níu hundruð milljóna króna virði, að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala hjá Eignamiðlun.

Lóðin er ellefu þúsund fermetrar og var afhent með þeim óvanalegu skilmálum að skólinn ræður því hvort hann byggir á lóðinni eða selur hana og notar andvirðið til að kaupa aðra lóð.

Enn hefur þó enginn falast eftir lóðinni, að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar, rektor Listaháskólans sem í morgun settist í hárskerastólinn á Salon Veh og lét klippa af sér lubbann en hann hafði heitið því að skerða eigi hár sitt fyrr en húsnæðismál skólans væru í höfn. Allar líkur eru því á að Listaháskólinn rísi í Vatnsmýrinni og framkvæmdir hefjist eigi síðar en 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×