Erlent

592 handteknir vegna mótmæla í Frakklandi

Frá mótmælunum í París í gær.
Frá mótmælunum í París í gær. MYND/AFP
Franska lögreglan handtók alls 592 einstaklinga um land allt vegna mótmæla í gær. Mótmælin voru vegna sigurs Sarkozy í frönsku forsetakosningunum. Lögreglan sagði einnig að kveikt hefði verið í 730 bifreiðum og að 28 lögregluþjónar hefðu slasast í átökum við mótmælendur. Lögreglan beitt táragasi í átökunum. Barist var í París, Toulouse, Marseille og Lyon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×