Erlent

Ekki talið að nokkur hafi komist lífs af

Guðjón Helgason skrifar
Her- og björgunarmenn á slysstað í Suður-Kamerún í morgun.
Her- og björgunarmenn á slysstað í Suður-Kamerún í morgun. MYND/AP

Nær útilokað er talið að nokkur innanborðs hafi lifað það af þegar farþegaflugvél hrapaði í skóglendi í Kamerún um helgina. Flak vélarinnar fannst í mýrlendi í suðurhluta landsins.

Erfiðlega gekk að komast að því, þar sem svæðið er skógi vaxið og erfitt yfirferðar. 114 manns voru um borð.

Vélin var í eigu flugfélags á Fílabeinsströndinni og var nýlega lögð af stað frá Dúala í Kamerún á leið til Næróbí í Kenýa þegar hún skall til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×