Innlent

Megrunarlausi dagurinn í dag

Megrunarlausi dagurinn er í dag en hann er alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskun og fordómum í garð feitra. Dagurinn hefur verið haldinn víða um heim frá árinu 1992 til þess að vekja athygli á þjáningum sem hljótast af þráhyggju um grannan vöxt og almennri andúð á fitu.

Af þessu tilefni var gefinn út áttblöðungur sem ber yfirsrkiftina Líkamsvirðing. Í blaðinu er útlitsdýrkun samtímans gagnrýnd og bent á að ekki sé hægt að velja líkamsvöxt frekar en önnur útlitseinkenni. Þar eru líka ýmsar goðsagnir um heilsu og þyngd véfengdar eins og goðsagnir um að offita valdi alvarlegum sjúkdómum og að grönnum vexti fylgi minnst heilsufarsleg áhætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×