Innlent

Borgarafundur í Bolungarvík

Nú stendur yfir borgarafundur í Ráðhúsinu í Bolungarvík um atvinnuástandið í bæjarfélaginu. Fjölmenni er á fundinum en frambjóðendur frá öllum flokkum sitja fundinn.

Hátt í 70 Bolvíkingar hafa misst vinnuna síðustu misseri. Guðmundur Halldórsson, Bolvíkingur og fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður blés til borgarafundar vegna atvinnuástandsins í bænum og vonast eftir lausnum og þrátt fyrir að Bolvíkingar hafi fengið úthlutað byggðarkvóta dugi það ekki til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×