Innlent

Milljarða svindl í kvótakerfinu

Svindl upp á þúsundir tonna og milljarða króna viðgengst í sjávarútvegi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós sem sýndur verður í kvöld. Sjávarútvegsráðherra telur að um óstaðfestar ýkjusögur sé að ræða. Fiskistofustjóri staðfestir svindlið en segir fráleitt að kenna kvótakerfinu um.

Í þættinum er greint frá aðferðunum sem notaðar eru við svindlið. Það nær allt frá bátnum sem er að veiðum til þeirra sem standa að útflutningi sjávarafurða. Svindlið felst meðal annars í því að falsa vigtarskýrslur og segja fisk vera ís.Fiskistofa er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með greininni og sjávarútvegsráðherra telur stofnunina standa sig vel.

Fiskistofustjóri segir að svindl eigi sér stað - það nemi fáeinum þúsundum tonna á hverju ári - sem eru verðmæti fyrir milljarða króna. Sjávarútvegsráðherra er ekki á sama máli.

Forystumenn sjómannahreyfingarinnar segja svindlið beina afleiðingu af kvótakerfinu. Fiskistofustjóri er ekki sammála.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×