Innlent

Forsetinn fluttur með þyrlu á Landspítala

Forseti Íslands var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi vegna veikinda. Hann gengst nú undir rannsóknir en ekki er talið að veikindi hans séu alvarleg.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og forsetafrúin voru viðstödd opnun vatnasafns í Stykkishólmi í gær og í gærkvöldi sátu þau kvöldverð í boði bankastjóra Kaupþings. Kvöldverðurinn stóð langt fram eftir kvöldi en forsetahjónin gistu síðan á Hótel Búðum.

Ekki er talið að veikindi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, séu alvarleg og líklegt að hann verði útskrifaður af spítalanum á morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir það hafa verið mat lækna sem skoðuðu forsetann á Búðum að rétt væri að færa hann til rannsóknar á Landspítala-háskólasjúkrahús. Hann segir Forsetann hafa sýnt ákveðin þreytueinkenni sem rekja mætti til mikillar vinnu. Þá segir Örnólfur að Rannsóknir á spítalanum hafi ekki sýnt neitt alvarlegt og því sé gert er ráð fyrir að Ólafur Ragnar verði útskrifaður af spítalanum á morgun. Örnólfur segir að fram til þessa hafi forsetinn verið heilsuhraustur og ekki kennt sér neins meins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×