Innlent

Auðveldar samskipti björgunaraðila

Í dag var tekinn í notkun fyrsti áfangi af þremur á nýju neyðar og öryggisfjarskiptakerfi, TETRA. Kerfið á að auka til muna öryggi landsmanna í hættu og neyðartilfellum en það auðveldar öll samskipti milli lögreglu, björgunarsveita, slökkviliða og annarra viðbragðsaðila á landinu.

Það var Björn Bjarnason sem formlega kynnti TETRA fjarskiptakerfið í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fram til þessa hafa þeir sem koma að björgunar og neyðartilfellum landsmanna notað mismunandi fjarskiptakerfi en nú munu allir sem að þessum málum koma notast við eitt og sama kerfið

Þá er hægt að sjá allar aðgerðir björgunaraðila á skjá, hvar hver og einn er staddur og því auðveldara að samhæfa aðgerðir.

Í þessum fyrsta áfanga var kerfið tekið í notkun í öllum þéttbýliskjörnum og vegakerfi landsins. Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir að þétta netið og í þeim þriðja sem áætlað er að verði lokið á næsta ári mun kerfið vera tekið í notkun á hálendinu. Uppsetning kerfisins mun kosta um 750 milljónir króna milljarð króna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×