Erlent

Þróunarlöndin menga minna

Óli Tynes skrifar
Þróunarlöndin hafa staðið sig ótrúlega vel í að draga úr mengun.
Þróunarlöndin hafa staðið sig ótrúlega vel í að draga úr mengun.

Þróunarlönd sem eru að iðnvæðast, eins og Kína og Indland, hafa dregið meira úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en krafist hefur verið af öllum iðnríkjunum samanlagt. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem verður gerð opinber á föstudag segir að ýmsar ráðstafanir sem þróunarlöndin hafi gert hafi haft þau hliðaráhrif að draga úr útblæstri.

Sem dæmi má nefna hina umdeildu stefnu kínverskra stjórnvalda að leyfa aðeins eitt barn á hverja fjölskyldu. Þær reglur voru settar á fyrrihluta áttunda áratugs síðustu aldar. Ef það hefði ekki verið gert væru Kínverjar 300 milljónum fleiri en þeir eru í dag. Það hefði kostað meiri útblástur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×