Erlent

Búrka-stríð í Danmörku

Óli Tynes skrifar
Múslimakona í Búrka.
Múslimakona í Búrka.

Danski þjóðarflokkurinn er æfur yfir því að opinbert fé skuli notað til þess að borga dagmömmu sem klæðist búrka. Búrka er klæðnaður múslimakvenna, sem hylur þær frá toppi til táar, og einnig andlitið. Talsmaður þjóðarflokksins segir það engu máli skipta að fjölskyldan sem réði dagmömmuna er islamstrúar.

Í Danmörku eiga foreldrar valkosti í barnagæslu. Þeir geta sent börn sín á dagheimili eða fengið greidd 75 prósent af kostnaði við að ráða sér sérstaka dagmömmu. Fjölskylduráðherra Danmerkur, Carina Christensen, neitar að skipta sér af málinu.

Í samtali við Ritzau fréttastofuna segir hún að þetta sé einkapössun. Þá séu það foreldrarnir sem séu vinnuveitendur, og þau ráði því hver passi börn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×