Erlent

Evrópusambandið sendir nefnd til Moskvu

Evrópusambandið ætlar sér að senda sendinefnd til Moskvu til þess að ræða ástandið í málefnum Eistlands og Rússlands. Mikil mótmæli hafa verið fyrir utan eistneska sendiráðið í Moskvu undanfarna daga vegna minnismerkis sem Eistar ætla sér færa.

Minnismerkið er af sovéskum hermanni en þeir frelsuðu Eista úr klóm Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni. Þeir ætla sér að ræða beint við rússnesk yfirvöld og hvetja þau til þess að standa við alþjóðlegar skyldur sínar. Mótmælendur í Moskvu lokuðu innganginum við eistneska sendiráðið og brutust síðan inn í sal þar sem sendiherrann átti að halda fréttamannafund vegna deilunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×