Erlent

Brestir komnir í ríkisstjórnarsamstarfið

Guðjón Helgason skrifar

Brestir eru þegar komnir í ríkisstjórn Ísresl eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsreksturinn gegn Hizbollah-liðum í Líbanon í fyrra var birt í gær.

Nefndin gagnrýnir Ehud Olmert, forsætisráðherra, og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, harðlega og segir þá hafa farið út í stríð að illa ígrunduðu máli og án skýrra markmiða.

Krafan um afsögn þeirra verður háværari en Olmert sagði í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að víkja. Það var svo í morgun sem aðstoðarráðherra í ríkisstjórninni tilkynnti um afsögn sína.

Ráðherrann, Eitan Kabel, er þingmaður úr Verkamannaflokki Peretz. Hann sagðist ekki geta setið í ríkisstjórn sem Olmert færi fyrir. Búist er við frekari afsögnum.

Mótmælafundur gegn ríkisstjórninni hefur verið boðaður í Tel Aviv í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×