Erlent

Tískudrósin Björk slær í gegn

Óli Tynes skrifar

Gallinn sem Björk var í á tónleikum sem hún tók þátt í í Kaliforníu á föstudag (sjá mynd) , þótti slaga hátt upp í svanadressið sem vakti hvað mesta athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001. Á hátíðinni í Kaliforníu voru saman komin þrjátíu og sjö bönd og plötusnúðar, sem drógu að sér yfir 50 þúsund áhorfendur. Björk var tekið með drynjandi fögnuði.

Klæðnaði Bjarkar var þannig lýst á Associated Press fréttastofunni, að hún hafi fyrst komið fram með litríkt höfuðfat með skósíðri slá. Kven-lúðrasveit hennar hafi verið í sjálflýsandi appelsínurauðum göllum.

Björk hafi þó fljótlega svipt af sér höfuðfatinu. Þá hafi komið í ljós aðskorinn svart/hvítur búningur með grænu og appelsínurauðu húla-pilsi, sem hafi fengið áhorfendur til þess að grípa andann á lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×