Innlent

Landsbankinn með viðskiptaskrifstofu í Winnipeg

Sveinn H. Guðmarsson skrifar

Landsbankinn opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Að mati stjórnenda bankans býður borgin upp á ýmis tækifæri en tengslin við frændsystkin okkar í Vesturheimi höfðu einnig sitt að segja við staðarákvörðunina.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, opnuðu nýju skrifstofuna. Í fyrstu verður þar eingöngu boðið uppá svonefnda einkabankaþjónustu en með tíð og tíma er stefnt að opnun eiginlegs útibús.

Þjóðræknisleg sjónarmið munu öðrum þræði hafa ráðið vali á staðsetningu en Íslendingabyggðir í Gimli blasi við út um glugga skrifstofunnar.

Halldór segir að á svæðinu séu Kanadamenn af íslenskum uppruna sem líti á sig sem Íslendinga. Þessu fólki hafi gengið vel í viðskiptum og það efnað. Því hafi bankinn talið rétt að fara inn á þennan markað með eignastýringu og sérbankaþjónustu.

Björgólfur segir að á svæðinu sé mikið um að vera. Þar sé mikið af verkefnum á fá hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem Landbankinn sækist eftir að starfa með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×