Erlent

Tíu særðust í mótmælum í Tallin

Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. MYND/AFP

Tíu særðust og þrjú hundruð mótmælendur voru handteknir í óeirðum í Tallin, höfuðborg Eistlands, í gærkvöldi. Þetta er annar dagurinn í röð sem til átaka kemur. Tekist er á um niðurrif á sovésku minnismerki sem hefur staðið í miðborginni í áratugi.

Margir Eistar segja það tákn um hernám Sovétmanna en þeir sem eiga rætur að rekja til Rússlands segja það lofsyngja hermenn sem börðust gegn nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.

Minnismerkið var fjarlægt í gær og fyrir vikið komu rúmlega þúsund mótmælendur saman í miðborginni. Lögregla notaði táragas og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum. Mótmælendur svöruðu með bensínsprengjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×