Erlent

Grátbiðja Uribe um að hefja viðræður

FARC var sakað um þessa sprengingu. Sprengingar sem þessar hafa iðulega komið í veg fyrir að viðræður á milli stjórnarliða og FARC.
FARC var sakað um þessa sprengingu. Sprengingar sem þessar hafa iðulega komið í veg fyrir að viðræður á milli stjórnarliða og FARC. MYND/AFP

Tólf kólumbískir þingmenn sendu í dag forseta landsins, Alvaro Uribe, skilaboð um að hefja viðræður við uppreisnarmenn, FARC, sem hafa haldið þeim föngnum síðastliðin fimm ár. Fjölskyldur mannanna grétu á meðan þær horfðu á myndband þar sem þeir minntust barnanna sinna, heilsuðu eiginkonum sínum og grátbáðu Uribe að hefja viðræður við uppreisnarmennina.

Áður en myndbandið var sýnt hafði engin sönnun fyrir því að þingmennirnir væru á lífi borist í heilt ár. Uribe er hins vegar þekktur fyrir að taka hart á uppreisnarmönnum en faðir hans lét lífið í misheppnaðri mannránstilraun uppreisnarmanna fyrir 20 árum síðan. Engu að síður er talið mikilvægt fyrir ásýnd hans að hann nái að frelsa gíslana úr haldi uppreisnarmanna. Uribe segir stjórnvöld aðeins vilja meiri samvinnu frá FARC áður en þeir hefja viðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×