Erlent

Nóg komið af norrænum verðlaunum

Frá fundi Norðurlandaráðs.
Frá fundi Norðurlandaráðs.

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar ekki að stofna til nýrra norrænna verðlauna. Þetta var samþykkt á fundi í Kaupmannahöfn á fundi í gær. Undanfarin ár hafa komið tillögur um orku-, matvæla- og nýsköpunarverðlaun í nafni Norðurlandaráðs.

Forsætisnefndin vill þess í stað slá skjaldborg um þau verðlaun sem þegar hefur verið stofnað til, umhverfis-, kvikmynda-, tónlistar- og bókmenntaverðlaun og styrkja þau enn frekar í sessi, í stað þess að stofna til fleiri norrænna verðlauna.

Forsætisnefndin vill einnig að formleg aðferð verði viðhöfð þegar stofnað er til nýrra verðlauna, og að það verði gert í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina eða forsætisnefndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×