Innlent

Flest brunaslysin vegna heits vatns á baðherbergjum

Nær 75 % brunaslysa vegna heits vatns eiga sér stað inn á baðherbergi. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við brunum og hljóta þau alvarlegustu áverkana samkvæmt nýrri rannsókn. Herferð gegn slíkum slysum er nú hafin.



Orkuveitan, Landspítalinn og Forvarnahús Sjóvár kynntu átakið í dag sem heitir Stillum hitann hóflega. Í nýrri rannsókn sem landspítalinn gerði kemur fram að tæplega 2200 manns komu á spítalann vegna brunaáverka á síðustu fimm árum og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Börn, aldraðir og sjúklingar eru í meirihluta þeirra sem brenna sig alvarlega á heita vatninu. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við bruna og hljóta þau alvarlegustu áverkana.

Jens kjartansson yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítalans segir baðherbergið hættulegasta staðinn, sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Þá sé baðherbergisvaskurinn varasamur þar sem yfirleitt sé ekki hitistillir krananum þar. Viðbragðstími fullfrískrar manneskju sem brennir sig á heitu vatni er ein sekúnda á meðan vibragðstími barna undir fjögurra aldri er allt að þrjár sekúndur.

Fyrir þá sem vilja kynna sér hvaða lausnir eru til að lækka hitann á krana- og baðvatni geta lesið um það á vefsíðunni. stillumhitann.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×