Erlent

Rannsókn á viðskiptaívilnunum Olmerts

Ehud Olmert heldur ræðu í gær á 59. þjóðhátíðardegi Ísraels.
Ehud Olmert heldur ræðu í gær á 59. þjóðhátíðardegi Ísraels. MYND/AFP

Ríkisendurskoðandi Ísraels hefur lagt til að gerð verði lögreglurannsókn á málefnum tengdum Ehud Olmert forsætisráðherra. Hann er grunaður um að hafa ólöglega komið viðskiptatækifærum í kring fyrir vini sína. Þetta á að hafa gerst á meðan Olmert gengdi annarri stöðu í ríkisstjórninni.

Micha Lindenstrauss ríkisféhirðir lagði lögreglurannsóknina til í bréfi til Menachem Mazuz ríkissaksóknara. Samkvæmt dómsmálaráðuneyti landsins er hann ábyrgur fyrir ákvörðunum um rannsóknir á hendur hátt settum aðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×