Erlent

Vilja að krónprinsinn sé heima að skipta um bleiur

Vilja að Friðrik sé heima hjá þeirri litlu.
Vilja að Friðrik sé heima hjá þeirri litlu.

Kynja- og mannfræðingar í Danmörku hafa lýst vonbrigðum með að Friðrik krónprins skuli ekki taka sér fæðingarorlof. Honum fæddist ný prinsessa á laugardag, en strax í dag er hann kominn til opinberra starfa á nýjan leik. Þegar þau Mary eignuðust fyrsta barn sitt, soninn Kristján, tók Friðrk sér gott frí.

Kynjafræðingurinn Kenneth Reinicke segir að krónprinsinn sé sönn karlmannsímynd. Hann er þjálfaður froskmaður hjá danska flotanum, sem er einhver erfiðasta sérsveitaþjálfun sem hægt er að undirgangasts nokkurs staðar í heiminum.

Hann er maraþonhlaupari, hefur gengið yfir Grænlandsjökul og er vel menntaður. Reinicke segir að hann sé því æskileg fyrirmynd og það hefði sent sterk skilaboð ef hann hefði tekið sér fæðingarorlof.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×