Innlent

Lygi að matarskortur sé á Kárahnjúkum

Fjörutíu verkamenn á Kárahnjúkum veiktust illa af magasýkingu á fimmtudaginn. Fréttablaðið hefur í dag eftir einum þeirra að mennirnir hefðu unnið í tólf tíma djúpt í jörðu án þess að fá mat eða drykk og sleikt hellisveggina til svala þorsta sínum. Talsmaður Impregilos, Ómar R. Valdimarsson, segir þetta ekki svaravert. Gnótt sé af fersku neysluvatni í göngunum og reglulegur matur. Grunur fyrirtækisins beinist að því að magasýkingin hafi komið upp vegna þess að starfsmennirnir hafi ekki gætt nægilega vel að hreinlæti þegar þeir skömmtuðu sér matinn. Þess vegna verður endurskoðað hvernig matur er fluttur í göngin og sömuleiðis hvernig starfsmönnum er skammtað, segir Ómar, en þeir hafa skammtað sér sjálfir úr opnum ílátum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×