Erlent

Hamas gerir árás -aflýsir vopnahléi

Óli Tynes skrifar

Hamas samtökin skutu í dag 30 eldflaugum og 60 vörpusprengjum á Ísrael, frá Gaza ströndinni. Jafnframt lýsti einn talsmanna þeirra því yfir að fimm mánaða vopnahléi væri lokið. Heimastjórn Palestínumanna hvatti hinsvegar til þess að staðið væri við vopnahléið.

Hamas samtökin hafa að mestu leyti haldið vopnahléið undanfarna tvo mánuði. Aðrir vopnaðir hópar hafa hinsvegar gert árásir á Ísrael frá Gaza ströndinni og Ísraelar hafa brugðist við því. Um helgina felldu þeir níu Palestínumenn.

Það var hinn vopnaði armur Hamas sem aflýsti vopnahléinu, í dag, en ekki er ljóst hvort það var gert í samráði við heimastjórnina, þar sem pólitískur armur samtakanna er í meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×