Innlent

Varnarsamkomulag mögulega í höfn

Líklegt má telja að samkomulag um varnarstamstarf Íslands og Noregs á Norður-Atlantshafi takist á fundi Atlantshafsbandalagsþjóða sem haldinn verður í Ósló í Noregi í lok vikunnar. Þá munu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, eiga tvíhliða fund.

Viðræður þjóðanna um samstarf varnarmálum hafa staðið síðan í nóvember í fyrra. Norsk sendinefnd skoðaði varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli í desember. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru viðræður enn í gangi og áætlað að ráðherrarnir fundi á fimmtudag eða föstudag. Íslendingar hafa einnig rætt við Breta, Dani og Kandamenn um samstarf í varnarmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×