Erlent

Halda ætti aðrar kosningar

Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins hafa tekið í svipaðan streng. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum. Hermenn skutu til bana í gær þrjá drengi í mótmælum í höfuðborginni Abúdja, glæpamenn stálu kjörkössum og milljónir kjörseðla eru taldir hafa týnst. Nokkur hluti þeirra 120.000 kjörstaða landsins voru opnaðir seint og um síðir og dæmi eru um að kjörkassar hafi verið fullir af útfylltum atkvæðaseðlum þegar kjörfundur hófst. 24 voru í kjöri í þessum fyrstu kosningum í Nígeríu þar sem þjóðkjörinn forseti átti að taka af völdum af öðrum þjóðkjörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×