Erlent

James Bond er látinn

Barry Nelson var fyrsti Bondinn.
Barry Nelson var fyrsti Bondinn.

Fyrsti leikarinn sem lék njósnarann James Bond er látinn, 89 ára gamall. Barry Nelson lék 007 í sjónvarpsútgáfu af Casino Royal árið 1954. Það var átta árum áður en Sean Connery kom til sögunnar í Dr. No. Barry Nelson var á samningi hjá MGM á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þá söðlaði hann um og lék mest á sviði eftir það.

Fyrir utan sjónvarp og leikhús lék Nelson aukahlutverk í fjölmörgum kvikmyndum. Af þeim má nefna Airport og The Shining.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×