Erlent

Lungnabaninn beikon

Beikon. Líka hættulegt fyrir lungun.
Beikon. Líka hættulegt fyrir lungun. MYND/Vísir
Að borða mikið af beikoni eða hvers konar verkuðu kjöti gæti skaðað lungnastarfsemi og aukið líkunar á lungnasjúkdómum. Þetta kom fram í nýrri rannsókn Kólumbíuháskóla sem skýrt var frá í dag.

Í rannsókninni kom fram að þeir sem átu verkað kjöt að minnsta kosti 14 sinnum í mánuði voru líklegri til þess að vera með COPD, eða króníska lungnasjúkdóma. Á meðal þeirra eru lungnakvef og lungnaþemba sem draga árlega um 30.000 manns til dauða í Bretlandi ár hvert.

Vísindamenn telja að þetta geti tengst magni nítríts, sem er salt eða ester af saltpétursýrlingi, í verkuðu kjöti. Þau eru oft til staðar í verkuðu kjöti og eru þá notuð sem rotvörn.

7.352 Bandaríkjamenn tóku þátt í rannsókninni sem var framkvæmd á árunum 1988 og 1994. Í henni kom jafnframt í ljós að þeir sem neyta meira magns af verkuðu kjöti höfðu lægri laun, voru karlkyns og reyktu. Engu að síður kom í ljós að þessir þættir höfðu ekki áhrif í niðurstöðum rannsóknanna.

Fréttavefur BBC segir frá þessu. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×