Erlent

Royal saxar á Sarkozy

Segolene Roayl, frambjóðandi sósíalista, er að sækja í sig veðrið en kosningar fara fram í Frakklandi þann 22. apríl næstkomandi.
Segolene Roayl, frambjóðandi sósíalista, er að sækja í sig veðrið en kosningar fara fram í Frakklandi þann 22. apríl næstkomandi. MYND/AFP

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í forsetakosningunum í Frakklandi, hefur tapað forskoti sínu á Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem sýnir að ef þau fara í aðra umferð skiptist atkvæðin jafnt á milli þeirra. Könnunin var í dagblaðinu Le Parisien.

Í henni kom fram að Sarkozy hefði sigur í fyrstu umferð og Royal myndi lenda í öðru sæti. Jafnframt kom fram að ef þau færu í aðra umferð hlytu þau jafnmörg atkvæði. Sarkozy hefur leitt í öllum skoðanakönnunum það sem af er þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×