Innlent

Íslenska hagkerfið er í ójafnvægi

Jón Sigurðsson fyrrum ráðherra og seðlabankastjóri
Jón Sigurðsson fyrrum ráðherra og seðlabankastjóri

Íslenska hagkerfið er í miklu ójafnvægi um þessar mundir og viðskiptahallinn aldrei verið meiri, segir í nýju riti Samfylkingarinnar um efnahagsmál sem starfshópur undir stjórn Jóns Sigurðssonar, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóra, vann að. Einnig segir að hætta sé á að Ísland missi allan trúverðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eins og hafi sannast í mars sl. þegar matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í innlendri og erlendri mynt.

Jón segir það áhyggjuefni hve stór hluti viðskipahallans sé vegna aukinnar einkaneyslu. En viðskiptahallinn jókst úr 16% í 27% frá 2005 til 2006 og eru það vaxtagreiðslur til útlanda sem svara til helmings hallans.

Í ritinu kemur einnig fram að háir vextir, óstöðugt gengi og verðbólgan sem núna er tvöfalt eða þrefalt meiri en 2,5% markmiðið sem Seðlabankinn setur fram. Því er langvarandi hallarbúskapur á Íslandi mikið áhyggjuefni segir Jón.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×