Innlent

Umferðarslys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

MYND/Anton Brink

Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur vinnuvélar og sendibifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áreksturinn átti sér stað brottfararmeginn í flugstöðinni. Maðurinn slasaðist á baki þar sem hann vann við að afferma vörur úr sendibifreiðinni þegar vinnuvélin keyrði á kyrrstæða sendibílinn.

Þá var ökumaður stöðvaður á 131 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×