Innlent

Fjórir ferðamenn fundust við leit

Fjórir Bretar fundust við ánna Blöndu í dag en þeir höfðu ekki samband við Landsbjörgu í gær eins og þeir ætluðu að gera. Eftirgrennslan var því hafin eftir leiðaráætlun sem mennirnir höfðu skilið eftir og gekk auðveldlega að finna þá.

Mennirnir hugðust ganga á skíðum frá Ingólfsskála að Hveravöllum. Við Blöndu lentu þeir í miklu vatni og krapa og komust ekki af sjálfsdáðum yfir ánna. Björgunarsveitarmenn eru að ferja mennina í byggð. Bretarnir eru þaulvanir ferðamenn. Þeir voru mjög vel búnir, með fimm gps tæki, VHS talstöð og gervihnattasíma frá Landsbjörgu.

Þá fór Björgunarsveitin Ingunn til aðstoðar tveimur bílum sem voru fastir á Gjábakkavegi. Þetta er fjórða útkallið þar á stuttum tíma sem Ingunn sinnir.

Ástandið á hálendinu er slæmt um þessar mundir. Mikil bleyta og krapi, eða „allt á floti" eins og haft er eftir björgunarsveitarmanni á Kjalvegi og Hveravöllum í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Landsbjörg ítrekar að færð er mjög þung víða á hálendinu, jafnvel fyrir sérútbúna jeppa.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×