Fótbolti

Eto´o hættur að fara með börn sín á völlinn

Eto´o hefur hótað að ganga af velli vegna kynþáttaníðs á leikjum í spænsku deildinni
Eto´o hefur hótað að ganga af velli vegna kynþáttaníðs á leikjum í spænsku deildinni NordicPhotos/GettyImages

Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist ekki lengur treysta sér til að koma með börnin sín á leiki í spænsku deildinni vegna kynþáttafordóma. Hann kallar á forráðamenn deildarinnar og félaga á Spáni að bregðast við ástandinu.

"Kynþáttafordómar hafa haft áhrif á mig í leikjum í deildinni og ég held að ráðamenn, leikmenn og fjölmiðlar ættu að standa saman og stuðla að því að enginn þurfi að líða fyrir húðlit sinn," sagði Eto´o í samtali við Marca í dag.

"Í augnablikinu vil ég ekki að börnin mín mæti á leiki því þau þurfa að hlusta á hluti í stúkunni sem erfitt er að útskýra fyrir börnum. Það er betra að sleppa því að láta þau sitja undir þessu," sagði Eto´o.

Lið eins og Atletico Madrid, Malaga, Racing Santander og Getafe hafa öll verið sektuð á leiktíðinni vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna. Spænska ríkisstjórnin hefur lofað að taka á þessu leiðinlega vandamáli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×