Innlent

Bandaríkin hafa ekki greitt tíu milljónir dala

Bandarísk yfirvöld hafa ekki greitt Hitaveitu Suðurnesja þær tíu milljónir dala sem samið var um við brottflutning varnarliðsins. Málið hefur strandað í bandaríska kerfinu. Í íslenska kerfinu gæti vatnslögn til Vestmannaeyja, fyrir milljarð króna, einnig strandað.

Hitaveitan missti mjög mikil viðskipti við brotthvarf Varnarliðsins af Íslandi. Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitunnar segir að vonast sé eftir svörum frá Bandaríkjunum í næstu viku. Ef greiðsla berst ekki þurfa þeir að leita annarra leiða. Þar sem greiðslan tengist síðasta skattaári, virðist þetta velkjast um í bandaríska kerfinu.

Eitt af stærri málum hitaveitu Suðurnesja er kaldavatnslögn sem leggja þarf til Vestmannaeyja.

Júlíus telur ekki eðlilegt að fyrirtæki af þessari stærðargráðu standi eitt að þvílíkum verkefnum. Og hann segir ljóst að vatnsveitan í Vestmannaeyjum geti ekki staðið eitt undir svona kostnaði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×