Sport

Þorvaldur Árni sigraði Ístölt 2007

Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði Ístöltið í gærkveldi á Rökkva frá Hárlaugsstöðum fyrir fullu húsi í Skautahöllinni í Laugardal. Það sem kom á óvart var að hestar á borð við Þórodd frá Þóroddsstöðum, Markús frá Langholtsparti og Leikni frá Vakurstöðum voru allir í B-úrslitum.

HORFA Á SÝNINGU

Valdimar Bergstað reið þó Leikni upp í A-úrslit og endaði í 3. sæti og hafði betur en meistarinn Daníel Jónsson á Landsmótsmeistaranum Þóroddi og refnum sjálfum Sigurbirni Bárðarsyni á Markúsi frá Langholtsparti.

Stóðhestasýning á Ístöltinu var nokkuð góð og komu þar fram vel þekktir og oft nefndir stóðhestar ásamt glæsilegum merum. Það er ljóst að Þorvaldur Árni Þorvaldsson er Ístöltmeistari 3. árið í röð.

Úrslit:

1. Þorvaldur Á. Þorvaldsson á Rökkva, 8,82

2.Þórarinn Eymundsson, Kraftur,8,62

3.Valdimar Bergstað, Leiknir, 8,53

4.Sigurður Sigurðarson, Freyðir,8,50

5.Viðar Ingólfsson, Tumi,8,48

6.Lena Zielinski,Eining,7,76

7.Daníel Jónsson, Þóroddur,7,66

8.Sigurbjörn Bárðarson, Markús, 7,56

9.Eyjólfur Þórsteinsson,Hárekur,7,54




Fleiri fréttir

Sjá meira


×