Innlent

Nóg komið af uppbyggingu í Laugardal

MYND/Stefán Karlsson

Íbúasamtök í Laugardal kalla eftir sterkum rökum frá yfirvöldum fyrir frekari uppbyggingu í dalnum. Þau telja nóg komið af byggingarframkvæmdum. Nú er fyrirhugað að byggja tvö fjölbýlishús á einum af fáum grænum blettum sem eftir eru í dalnum. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis-og útivistarhóp íbúasamtakanna.

Frekari byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Við þær verður óafturkræf skerðing á dalnum. Þá er engin trygging fyrir að öðrum svæðum í dalnum verði hlíft. Í tilkynningunni segir að íbúarnir telji ánauð af frekari umferð. Fyrirsjáanleg sé mengun af hennar völdum, verði ekkert að gert.

Samtökin halda kynningarfund um málið í Langholtsskóla í kvöld klukkan 20. Allir velunnarar dalsins eru hvattir til að mæta.

 

Hér fyrir neðan má sjá dreifibréf frá hópnum þar sem lýst er fyrirhuguðum framkvæmdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×