Innlent

Mönnum bjargað af bílþaki

Tveir karlmenn sátu kaldir og hraktir á þaki jeppabifreiðar sem sökk niður í krapa á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns í hádeginu í dag. Þeim var bjargað eftir klukkustund en höfðu náð að komast þurrir upp á þak bifreiðarinnar.

Björgunarsveitin Ingunn kom á staðinn skömmu eftir að mennirni hringdu á hjálp og sendi eftir sérhæfðum björgunarbátaflokki sveitarinnar. Að sögn Bjarna Daníelssonar formanns björgunarsveitarinnar voru aðstæður á staðnum nokkuð erfiðar en veður gott.

Hætta var ekki talin steðja að mönnunum og þeim var bjargað nokkuð fljótt af jeppanum.

Í leysingum fyllast vellirnir af vatni sem getur skapað varhugaverðar aðstæður. Bjarni segir menn geta lent í hættulegum aðstæðum á þessum árstíma ef ekki er farið varlega. Hann segir að bílinn virðist hafa sokkið í rás við hliðiná veginum.

Í leysingum fyllast vellirnir af vatni sem getur skapað varhugaverðar aðstæður. Bjarni segir menn geta lent í hættulegum aðstæðum á þessum árstíma ef ekki er farið varlega. Hann segir að bílinn virðist hafa sokkið í rás við hliðiná veginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×