Innlent

Skátamót með SMS ívafi

MYND/Valgarður Gíslason

Um helgina verður útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk. Mótið er sérstakt að því leiti að það er haldið innan borgarmakanna og er skipulagt af fólki á aldrinum 18-20 ára. SMS dagbók verður haldið úti á heimasíðu mótsins sem hluti af þrautum og verkefnum þátttakendanna.

Um 100 skátar á aldrinum 10-14 ára munu taka þátt í flokkakeppni á mótinu. Allir sem koma að því eru ungir sjálfboðaliðar.

Þetta er þriðja árið í röð sem útilífshelgin er haldin. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur stutt við mótið með því að lána skátunum húsnæði og útbúnað.

Nánari upplýsingar er að finna á www.skatar.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×