Innlent

Fagna aukaframlagi ríkisins til sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar tímabundnu aukaframlagi ríkisstjórnarinnar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær af aðilunum. Hún kveður á um tvöföldun á framlagi ríkissjóðs í sjóðinn næstu tvö ár. Framlagið var 700 milljónir en verður 1400 milljónir. Markmiðið er að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna.

Nú stendur yfir ellefta landsþing sambandsins. Í yfirlýsingu segir að vonast hafi verið til að komið yrði með ákveðnari hætti til móts við sveitarfélögin. En þau hafa ítrekað krafist þess að fá aukna hlutdeild í skatttekjum ríkisins, eins og fjármagnstekjuskatti og sköttum af einkahlutafélögum, auk fjármagns til sameiningar sveitarfélaga.

Þá verður Lánasjóður sveitarfélaga ohf. stofnaður á landsþinginu í dag. Stofnunin var samþykkt með lögum 8. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×