Innlent

Ökufantur lofaði bót og betrun

Hálffertugur karlmaður var stöðvaður á Reykjanesbraut í gær eftir að hafa ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Í samtali við lögreglumenn sagðist maðurinn skammast sín.Maðurinn hefur margsinnis verið tekinn fyrir hraðakstur. En hann lofaði bót og betrun varðandi aksturslag.

Tuttugu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í fjórum tilfellum var fólk flutt á slysadeild. Þar á meðal hjólreiðamaður sem óttast var að hefði fótbrotnað þegar ekið var á hann.

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í gær og einn fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Þá voru skráningarnúmer klippt af 23 ökutækjum sem öll voru ótryggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×