Innlent

Flest banaslys á sunnudegi

MYND/Vilhelm

Flest banaslys í umferðinni á árinu 2006 urðu á sunnudegi, eða átta talsins. En alls létust 31 í umferðinni í 28 slysum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umferðarstofu um slys í umferðinni á síðasta ári. Miðað við niðurstöður skýrslunnar er áhættusamast að vera í umferðinni milli klukkan þrjú og sex á föstudegi.

Þrír þeirra sem létust voru Pólverjar, einn var Bandaríkjamaður og einn Dani. Þá voru karlmenn 2/3 þeirra sem létust. Í átta tilfellum voru ökumenn ölvaðir í banaslysum, en ökumenn voru í meirihluta látinna. Í 20 tilfellum var um ölvunar- eða hraðakstur að ræða.

Slys þar sem fólk hlaut alvarleg meiðsl voru flest á laugardegi, en fæst á miðvikudegi og sunnudegi. Alls slösuðust 153 alvarlega, þar af 102 karlmenn..

Langflest minni háttar meiðsl urðu í umferðinni á föstudegi. En mest var um að slys yrðu á fólki um frá hádegi til kvöldmatarleitis. Þau voru 1174 á árinu

Sá aldurshópur sem olli flestum slysum í fyrra eru ökumenn á aldrinum 17-24 ára. Í þeim hópi skáru sautján ára ökumenn sig nokkuð úr og voru lang flestir þeirra sem ollu slysum á síðasta ári.

Í 38 tilfellum voru ökumenn sem ollu slysum ölvaðir, langflestir á aldrinum 17-24 ára, þar af 21 prósent konur.

Slæm færð er orsök flestra slysa. Sólin skein í flestum tilfellum þegar banaslys átti sér stað, en ekki er vitað um veður í 8 tilfellum. Þá var skýjað í sjö tilfellum.

Bílbeltanotkun látinna og alvarlega slasaðra var staðfest í 54 prósentum tilfella. Þó var ekki vitað um notkun belta í 42 prósentum tilfella.

Skýrslu umferðarstofu má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×