Innlent

Hverjir hagnast á íþróttaviðburðum?

Meistaramót í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli.
Meistaramót í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli. MYND/Heiða Helgadóttir

Þjóðhagsleg hagkvæmni íþrótta og hverjir hagnast á íþróttaviðburðum er meðal efnis hádegisfundar Íþrótta- og Ólympíusambandsins næstkomandi föstudag. Þórdís Lilja Gísladóttir kynnir þar niðurstöður MA rannsóknar sinnar „Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi."

Ritgerðina vann hún í tengslum við lokaverkefni í menningu og menntastjórnun við Háskólann á Bifröst.

Í henni leitast hún meðal annars við að svara hvað opinberir aðilar leggi mikið fram til íþróttamála. Og hvað þeir fá til baka. Hversu umfangsmikið sjálfboðaliðastarf íþróttahreyfingarinnar er og hvort íþróttastarf eigi að vera til sölu á frjálsum markaði.

Fundurinn verður haldinn í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardag föstudaginn 23. mars frá klukkan 12-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×