Fótbolti

Framtíð Reyes óljós

NordicPhotos/GettyImages

Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi.

"Ég hef ekki talað við neinn varðandi framtíð mína, hvorki Arsenal né Real Madrid. Mikið er skrifað um framtíð mína í blöðunum núna, en það er ekkert sem byggt er á rökum," sagði spænski landsliðsmaðurinn, sem m.a. hefur verið orðaður við sitt gamla félag Sevilla að undanförnu.

Reyes fór til Real á lánssamningi í sumar í skiptum fyrir Brasilíumanninn Julio Baptista, en hvorugur hefur náð að festa sig almennilega í sessi hjá nýja félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×