Innlent

Samherji kaupir Engey

Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur.

Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna. Samherji tekur við skipinu í Færeyjum á fimmtudag.

Tvær áhafnir skiptu með sér skipsrúmi á Engey, samtals um 50 manns. Margir sögðu upp þegar ákveðið var upp úr áramótum að hefja útgerð frá Afríku, í samvinnu við hollenskt útgerðarfélag.

Engey var keypt til landsins fyrir tæpum tveimur árum. Hún hefur einkum verið notuð til að veiða uppsjávarfisk í flottroll og vinna aflann um borð fyrir frystingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×