Ísland næst frjósamast 20. mars 2007 09:48 MYND/Getty Images Fjölgun er milli ára á fæðingum á Íslandi og er hlutfallið 51 prósent drengir og 49 prósent stúlkur. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að frjósemi kvenna í Evrópu. Hins vegar fæðast fleiri börn utan hjónabands hérlendis en í nokkru öðru Evrópuríki. Fæðingaraldur hækkar jafnt og þétt og er nú 25-29 ára en var 20-24 ára fram til 1980. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fæðingar á Íslandi 2006. Á síðasta ári fæddust 4.415 börn á Íslandi. Rúmlega 51 prósent voru drengir, en stúlkur tæp 49 prósent. Þetta er fjölgun frá árinu áður þegar 4.280 börn fæddust hér. Dregið hefur úr frjósemi í öllum Evrópulöndum. Hérlendis hefur frjósemi verið fremur stöðug síðasta áratug, um 2 börn á konu. Nú er Ísland í öðru sæti með 2,07 börn miðað við 2,05 árið 2005. Þá er átt við fjölda lifandi fæddra barna á hverja konu. Einungis eitt Evrópuland er með meiri frjósemi en Ísland,Tyrkland var með frjósemi 2,2 en frjósemi hérlendis má einkum rekja til aðkomufólks. Frjósemi mælist nú minnst í Austur-Evrópulöndum, en þar er frjósemi á bilinu 1,2 - 1,3. Athygli vekur að frjósemi á Norðurlöndum er há miðað við önnur Evrópulönd og er lækkunin mun hægari en í öðrum löndum Evrópu. Fyrir utan Ísland er frjósemi á Norðurlöndunum 1,8. Sífellt sjaldgæfara er að konur eigi börn áður en þær ná 25 ára aldri. Á sjöunda og áttunda áratugnum var meðalaldur frumbyrja tæplega 22 ár, en er nú 26,4 ár. Algengasti fæðingaraldurinn er nú frá 25-29 ára. Unglingamæðrum hefur fækkað jafnt og þétt. Fæðingartíðni hér á landi var lengi afar há meðal kvenna undir tvítugu og er nú aðeins 1,4 prósent miðað við 8,4 prósent á sjöunda áratugnum. Fleiri börn fæðast utan hjónabands á íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Aðeins þriðjungur fæðist í hjónabandi, rúm 34 prósent. Hins vegar hefur hlutfall barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar haldist stöðugt og er nú rúm 51 prósent. Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Fjölgun er milli ára á fæðingum á Íslandi og er hlutfallið 51 prósent drengir og 49 prósent stúlkur. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að frjósemi kvenna í Evrópu. Hins vegar fæðast fleiri börn utan hjónabands hérlendis en í nokkru öðru Evrópuríki. Fæðingaraldur hækkar jafnt og þétt og er nú 25-29 ára en var 20-24 ára fram til 1980. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um fæðingar á Íslandi 2006. Á síðasta ári fæddust 4.415 börn á Íslandi. Rúmlega 51 prósent voru drengir, en stúlkur tæp 49 prósent. Þetta er fjölgun frá árinu áður þegar 4.280 börn fæddust hér. Dregið hefur úr frjósemi í öllum Evrópulöndum. Hérlendis hefur frjósemi verið fremur stöðug síðasta áratug, um 2 börn á konu. Nú er Ísland í öðru sæti með 2,07 börn miðað við 2,05 árið 2005. Þá er átt við fjölda lifandi fæddra barna á hverja konu. Einungis eitt Evrópuland er með meiri frjósemi en Ísland,Tyrkland var með frjósemi 2,2 en frjósemi hérlendis má einkum rekja til aðkomufólks. Frjósemi mælist nú minnst í Austur-Evrópulöndum, en þar er frjósemi á bilinu 1,2 - 1,3. Athygli vekur að frjósemi á Norðurlöndum er há miðað við önnur Evrópulönd og er lækkunin mun hægari en í öðrum löndum Evrópu. Fyrir utan Ísland er frjósemi á Norðurlöndunum 1,8. Sífellt sjaldgæfara er að konur eigi börn áður en þær ná 25 ára aldri. Á sjöunda og áttunda áratugnum var meðalaldur frumbyrja tæplega 22 ár, en er nú 26,4 ár. Algengasti fæðingaraldurinn er nú frá 25-29 ára. Unglingamæðrum hefur fækkað jafnt og þétt. Fæðingartíðni hér á landi var lengi afar há meðal kvenna undir tvítugu og er nú aðeins 1,4 prósent miðað við 8,4 prósent á sjöunda áratugnum. Fleiri börn fæðast utan hjónabands á íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Aðeins þriðjungur fæðist í hjónabandi, rúm 34 prósent. Hins vegar hefur hlutfall barna sem fæðast innan óvígðrar sambúðar haldist stöðugt og er nú rúm 51 prósent.
Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira