Innlent

Hálka og snjóþekja víða um land

Hálka og snjóþekja er um allt land.
Hálka og snjóþekja er um allt land. MYND/ÁÁ
Víða um land er nú hálka og snjóþekja og éljagangur á Norður- og Vesturlandi. Vegagerðin bendir á að ásþungi hefur verið takmarkaður við 10 tonn um allt land, með undantekningum, vegna aurbleytu og hættu á slitlagsskemmdum.

Undantekningarnar eru eftirfarandi:

Milli Reykjavíkur og Selfoss, milli Reykjavíkur og Borgarness og á

Akrafjallsvegi frá Hvalfjarðargöngum að Berjadalsá.

Á Austurlandi; Á Norðfjarðarvegi frá Egilsstöðum að álverssvæði í

Reyðarfirði, Suðurfjarðavegi frá Norðfjarðarvegi að Vattarnesvegi í botni

Fáskrúðsfjarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×