Fótbolti

Cocu: Rimman við Liverpool verður stríð

Philip Cocu er margreyndur úr Evrópuboltanum og veit hvað hann syngur.
Philip Cocu er margreyndur úr Evrópuboltanum og veit hvað hann syngur. MYND/Getty

Philip Cocu, fyrirliði PSV í Hollandi, lýsir væntanlegri rimmu liðsins við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem “stríði”. Cocu býst við tveimur afar hörðum leikjum, enda séu bæði lið hungruð í árangur í keppninni.

“Ég býst við erfiðum og hörðum leikjum þar sem baráttan verður í fyrirrúmi. Þetta verður í líkingu við stríð inni á vellinum,” sagði Cocu við fjölmiðla í Hollandi í morgun.

“Liverpool spilaði vel gegn Barcelona og þeir búa yfir andlegum styrk eftir að hafa lagt Evrópumeistarana af velli. Við erum hins vegar einnig með mikið sjálfstraust eftir að hafa unnið Arsenal.”

Fyrri leikur PSV og Liverpool fer fram í Hollandi og sá síðari á Anfield og viðurkennir Cocu að hann hefði frekar viljað hafa niðurröðunina á hinn veginn. “En við slóum út Arsenal þrátt fyrir að eiga síðari hálfleikinn á útivelli svo að það skiptir ekki öllu máli”

Cocu telur að bæði lið eigi jafna möguleika á að komast áfram, jafnvel þó að Liverpool hafi unnið PSV í riðlakeppninni. “Lykillinn að því að komast í undanúrslit er að halda hreinu í Eindhoven. Ég held að það verði ekki mörg mörk í þessari rimmu. Varnarmenn verða í aðalhlutverkum,” sagði Cocu að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×